föstudagur 20. maí 2022
Í dag og í gær, plægðum við Móaflöt og Húsaflöt. Þetta er síðasti verkþátturinn í breytingunni á þessum túnum, en elsta sáningin í þeim var orðin 5 ára gömul og yngsta sáningin tveggja ára. Ætlum að sá vallarfoxgrasi í báðar slétturnar. Þær eru 5,4 ha hvor um sig, samtals tæpir 11 ha.