sunnudagur 26. júní 2022
Í kvöld lauk fyrri slætti hjá okkur, þegar síðustu rúllunum var raðað í stæðuna. Hefur það ekki gerst í sögu Káranesbúsins að fyrri slætti ljúki svo snemma sumars, en það kom ekki til af góðu, þar sem viðbrögð grassins við "kuldakastinu" voru að skríða og þar með "neyddumst" við til þess að slá.