laugardagur 25. desember 2021
Það var í nógu að snúast á "fæðingadeildinni" í dag, þrátt fyrir helgi dagsins. Það báru tvær kvígur og ein kýr. Allir burðirnar gengu vel, með lítilsháttar aðstoð fjósameistara.
Vegna þessa, þurfti að setja upp auka "vöggustofu" til þess að koma kálfunum fyrir.
Tveir af "jólakálfunum" eru naut og ein kvíga. Undanfarnar vikur hefur verulega hallað á í kynjahlutföllum, þar sem fjöldi fæddra naukálfa er margfalt meiri en kvígukálfa (14 naut - 2 kvígur).