fimmtudagur 25. desember 2025
Seint á aðfangadagskvöld bar Snotra (með aðstoð fjósamannsins), nautkálfi og að sjálfsögðu var honum gefið nafnið Kertasníkir. Kertasníkir er fjórði kálfur Snotru og þriðja nautið. Fyrir í fjósinu er dóttir hennar Andrea, nýborin sínum fyrsta kálfi.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Snotru (nr. 1073), Andreu (nr. 1400) og Kertasníkir, en hann fær númerið 1382.