mánudagur 27. febrúar 2023
Fyrirsögnin er spurning sem kemur alltaf eftir að kálfur fæðist. Síðan 29. desember hafa bara fæðst nautkálfar, sem er ekki gott þegar búreksturinn byggist á mjólkurframleiðslu. En í fyrrinótt breyttist það, þegar fæddist kvíga í fyrsta skipti í rúmar 7 vikur..... - og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna......! - daginn eftir fæddist nautkálfur við litlar vinsældir........ - en það er alltaf von, því í gær fæddist kvíga.....!!!