föstudagur 5. september 2025
Eins og fastagestir síðunnar hefa eflaust tekið eftir, hefur verið rólegt yfir "fréttaflutningi" síðustu vikur. Það helgast að mestu af miklu annríki á öðrum "vígstöðvum", m.a. ferðum erlendis í einkaerindum.
Því til staðfestingar fylgja myndir sem teknar voru hjá grænmetis/blóma/ávaxtabónda í Massachusetts USA, sem við heimsóttum. Þar var hægt að tína epli, bláber, jarðarber o.fl. Einnig var í boði að tína blóm og þegar við vorum hjá þeim, var verið að undirbúa sölu á hinum frægu graskerjum.
Vonandi kemst meiri regla á "fréttaflutninginn" þegar líður á haustið.