fimmtudagur 2. júní 2022
Í kvöld sáðum við í flögin. Settum vallarfoxgras í báðar slétturnar, tvö yrki, Snorra í aðra og Engmo í hina. Nú bíðum við spennt eftir að sjá munin á þessum tveimur yrkjum og þá helst hvort yrkið kúnum líkar betur.