þriðjudagur 8. nóvember 2022
Í dag skoðuðum við regnskóg og lítið þorp í fjalllendi ofan við Cairns Queensland. Sáum m.a. uppistöðulón fyrir elstu neðanjarðar vatnsaflsvirkjun Ástralíu, þar sem Barron river er virkjuð. Virkjunin var gangsett í nóvember 1935 og leysti þá af hólmi gufuaflsvirkjun, sem hafði framleitt rafmagn fyrir svæðið síðan 1932.