laugardagur 4. desember 2021
Í morgun tengdi ég snjóblásarann á nýja traktorinn og stillti vökvakerfið fyrir blásarann. Hreinsaði svo snjó af veginum gegnum rúlluplanið, til þess að komast að heyrúllunum. Einnig er betra að blása snjónum í burtu, þegar spáir vatnsveðri eins og núna. Meiri líkur á að klakann taki upp.