Fjölgun
laugardagur 27. september 2025
Í dag sóttum við fjórar kvígur að Bakka, en þau Birgir og Ásthildur eru að hætta búskap og buðu okkur nokkrar kvígur til kaups. Fengum við tvær fengnar sem eiga tal í byrjun október og um miðjan nóvember. Tvær eru yngri og verða sæddar í vetur.