sunnudagur 29. júní 2025
Í nótt kastaði Hrönn hestfolaldi. Honum hefur verið gefið nafnið Hróður, eftir afa hans, Hróðri frá Refsstöðum, en hann sofnaði svefninum langa í dag, 30 vetra gamall.
Daginn sem Hróður fæddist, gerði rigningu og kólnaði, þannig að það var brugðið á það ráð, að koma þeim mæðginum í húsaskjól meðan veðrið var sem verst.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Hróður, ásamt móður sinni og Birtu, stoltum eiganda þeirra mæðgina.