mánudagur 7. júlí 2025
Í daga lauk fyrsta slætti, að undan skilinni 5 ha nýrækt. Uppskera var mjög góð, fyrstu útreikningar benda til þess að hún sé u.þ.b. 20 % meiri en í meðalári. Mest af heyinu þurftum við að taka frekar blautt, þannig að rúllurnar eru mun fleiri en oft áður.
Heyskapurinn gekk ekki áfallalaust, snúningsvélin bilaði, liðléttingurinn bilaði og rúlluvélin bilaði. En við eigum góða nágranna. Atli Snær hjálpaði okkur að rúlla og Doddi á Hálsi lánaði okkur liðléttinginn sinn, (sem við seldum honum í fyrra....!!!!) og rúllaði fyrir okkur 320 rúllum.
Stærsta "törnin" var rúmlega 500 rúllur og allar komnar í stæðu á rúlluplaninu innan við sólarhring eftir pökkun.