föstudagur 4. júní 2021
Eftir athugun í gærkvöldi, þá lítur út fyrir að ekkert af fræinu hafi fokið úr flögunum, en það er farið að koma upp og lítur vel út með það. Þetta er léttir, en sennilega hefur það verið byrjað að spíra þegar hvassviðrið var á dögunum. Nú vonum við bara að það vaxi og dafni og gefi góða uppskeru í lok sumars.