þriðjudagur 24. júní 2025
Þessa dagana er unnið við heyskap. Í fyrsta skipti slóum við stykki sem er tæpir 2 km að lengd og nær því sem næst þvert yfir minni Laxárdalsins, milli Meðalfells og Reynivallaháls. Tekur því að setja í gang fyrir það.......!!!!
Fyrir staðkunnuga, þá liggja saman þrjú tún, sem ná þessari lengd, Langalína vestri, Grafavöllur og Fauskanes, en við erum búin að sameina þau til þess að geta slegið þau saman. Sparar tíma "fé" og "fyrirhöfn".