sunnudagur 7. mars 2021
Það er óhætt að segja að náttúran hafi skartað sínu fegursta í morgun og kærir sig kollótta um vangaveltur og áhyggjur mannkyns yfir hegðun hennar.
Nágrannar okkar voru umvafin silkimjúkri dalalæðunni í skini morgun sólarinnar og Elín, Hannes og Hanna nutu útsýnisins, þar sem Meðalfellið og "framhliðin" á Esjunni voru í aðalhlutverki.