sunnudagur 21. desember 2025
Í dag er stysti dagur ársins og þegar veðrið er þungbúið og jörðin auð, magnast myrkrið. Þá er best að reyna að hafa öll ljós í lagi og skipta út perum sem eru hættar að lýsa.
Jólaljósin lífga upp á tilveruna og veita birtu og yl. Læt fylgja með mynd af jólatré sem við sáum í Boston Common garðinum á dögunum.